Ómótstæðilegur indverskur réttur

Girnilegur indverskur réttur í boði Snorra Guðmunds.
Girnilegur indverskur réttur í boði Snorra Guðmunds. mbl.is/Snorri Guðmundsson

Hér bjóðum við upp á ómótstæðilegt indverskt karrí með steiktum grillosti í bragðmikilli indverskri sósu, toppað með ristuðum möndlum og helling af kóríander. Það er Snorri hjá Matur og myndir sem á heiðurinn af þessari veislu – og segir réttinn ferðalag fyrir bragðlaukana.

Ómótstæðilegur indverskur réttur (fyrir 2)

 • Grillostur, 260 g
 • Basmati-hrísgrjón, 120 ml
 • Möndlur, 20 g
 • Engifer, 6 g
 • Hvítlaukur, 2 rif
 • Laukur, 100 g
 • Kasjúhnetur, 40 g 
 • Tómatpúrra, 2 tsk.
 • Baharat Líbanon, 2 msk. / Kryddhúsið
 • Kjúklingakraftur, 1 msk. / má nota grænmetiskraft
 • Niðursoðnir tómatar, 200 g / ½  dós
 • Sykur, 1 tsk.
 • Rjómi, 60 ml 
 • Smjör, 30 g
 • Kóríander, eftir smekk
 • Naan-brauð

Aðferð:

 1. Setjið 180 ml af vatni í pott ásamt smá salti og náið upp suðu. Bætið hrísgrjónum út í pottinn, lækkið hitann svo það rétt kraumi í pottinum og látið malla undir loki í um 13 mín. Takið af hitanum og látið standa undir loki í 10 mín.
 2. Ristið möndlur á heitri pönnu í stutta stund. Saxið möndlur gróflega.
 3. Rífið engifer með rifjárni. Pressið hvítlauk.
 4. Sneiðiðlauk í þunnarsneiðar. Hitiðsmáolíu í pottiviðmiðlungshita. Bætiðlaukog 10 g afsmjöriút í pottinn. Steikiðlaukinnþartilhann fer aðmýkjastogbætiðþákasjúhnetum, tómatpúrru, rifnum engifer, pressuðum hvítlauk, Baharat Líbanon kryddblöndu og kjúklingakrafti út í pottinn. Steikiðáfram í um 2 mínogbætiðþániðursoðnumtómötum, 150 ml vatni, 1 tsk flögusalti og 1 tsk sykurút í pottinnoglátiðmallaundirloki í um 10 mín eða þar til kasjúhneturnar eru búnar að mýkjast. Hrærið í við og við svo ekkert festist við botninn á pottinum.
 5. Bætið rjómanum og 20 g af smjöri út í pottinn. Maukiðblöndunameðtöfrasprota þar til blandan er orðinsilkimjúkoghæfilegaþykksósahefurmyndast (bætið við ögn af vatni ef þarf). Smakkiðtilmeðsalti. 
 6. Skeriðgrillost í kubba. Hitiðsmáolíu á pönnuviðmeðalháan hitaogsteikiðgrillostinnþartilhann er fallegagylltur á öllum hliðum. Bætið ostinum því næst út í sósuna í pottinum og látið malla í stutta stund.
 7. Skiptið hrísgrjónum og karrí á milli diska og toppið með söxuðum kóríander og ristuðum möndlum.
 8. Berið fram með heitu naan brauði.
mbl.is/Snorri Guðmundsson
mbl.is