Bók Elenóru uppseld hjá útgefanda

Bakaraneminn Elenora Rós Georgesdóttir hefur sannarlega slegið í gegn.
Bakaraneminn Elenora Rós Georgesdóttir hefur sannarlega slegið í gegn.

Þau tíðindi berast úr bókaheiminum að bók Elenoru Rósar, BAKAÐ með Elenoru Rós, sé uppseld hjá útgefanda. Von er á annarri sendingu til landsins og er hún væntanleg hinn 10. desember.

Að sögn Maríu Johnson hjá Eddu útgáfu hefur salan farið fram úr björtustu vonum en um tíma vermdi bókin annað sæti metsölulista Eymundssonar.

„Við erum í skýjunum með bókina og hún Elenora er auðvitað alveg einstök. Bókin höfðar til breiðs hóps og fólk hefur greinilega brennandi áhuga á bakstri,“ segir María en hægt verður að panta eintök i forsölu inni á heimasíðu Eddu útgáfu.

mbl.is