Ilmríkt jólakaffi í vistvænum umbúðum

Það er alltaf ákveðin dulúð og spenningur sem fylgir jólakaffinu sem er þessa dagana að detta í verslanir. Hjá Te & kaffi liggur margra mánaða undirbúningur að baki sem skilar sér í þéttu og bragðmiklu kaffi með einstökum ilmi.

„Jólakaffið er ómissandi hluti af aðventunni og bíða margir með eftirvæntingu eftir jólakaffinu okkar,“ segir Ása Ottesen markaðsstjóri hjá Te & kaffi.

„Við ákváðum að fara í breytingar á útliti á öllum okkar jólavörum og vildum koma með eitthvað alveg nýtt þar sem við höfum verið að vinna með rauðan lit á vörum og umbúðum í mörg ár. Blátt þema varð fyrir valinu þar sem við vildum fanga stemningu á kaldri og stjörnubjartri íslenskri vetrarnótt. Við erum gríðarlega ánægð með útkomuna sem við unnum í samstarfi við Öggu Jónsdóttur á auglýsingastofunni Pipar,“ segir Ása um nýju umbúðirnar.

Umhverfisvænar umbúðir

„Við höfum sett okkur skýra stefnu í umhverfismálum og markmið um grænna fyrirtæki. Liður í því eru umhverfisvænni umbúðir og er jólakaffið okkar í vistvænum umbúðum unnum úr plöntusterkju. Það má því annaðhvort flokka þær í lífrænt eða almennt sorp,“ segir Ása að lokum en kaffið er komið í allar helstu verslanir.

Ása Ottesen, markaðsstjóri Te & kaffi.
Ása Ottesen, markaðsstjóri Te & kaffi.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert