Nýr íslenskur kaffilíkjör og kartöfluvodki á markað

Nýr íslenskur kaffilíkjör lítur nú dagsins ljós með kröftugu kaffibragði, en hann er samvinnuverkefni tveggja fyrirtækja, Hovdenak Distillery og Te & kaffi.

Auk fyrirtækjanna tveggja tók hinn margverðlaunaði barþjónn Andri Davíð Pétursson þátt í þróun kaffilíkjörsins sem hlaut nafnið Rökkvi. Te & kaffi sér um kaffið enda sérfræðingar í sinni grein og Hovdenak Distillery framleiðir og gerir kaffið að líkjör. Hovdenak Distillery kom með Stuðlaberg-gin á markað árið 2019 en Rökkvi er önnur varan sem kemur frá fyrirtækinu og strax á eftir Rökkva mun þriðja varan koma á markað en það er vodkinn Loki, fyrsti kartöfluvodkinn á Íslandi.

Rökkvi og Loki munu koma í ÁTVR í desember 2020.

Þegar hugmyndin kom upp að búa til kaffilíkjör var það sett sem markmið að hafa hann með kröftugu alvörukaffibragði en jafnframt nógu sætan til þess að njóta eins og sér. Velja þurfti kröftugt kaffi sem myndi uppfylla miklar kröfur og kom þá einungis gæðakaffið frá Te & kaffi til greina, enda eru þeir sérfræðingar í kaffigerð. Nafnið Rökkvi varð fyrir valinu á þessari einstöku vöru sem lítur núna dagsins ljós eftir mikla eftirvæntingu. Rökkvi er með kröftugt kaffibragð, brúnan sykur og mjúka karamellu sem leikur við bragðlaukana í hverjum sopa.

Kaldbruggun (Cold Brew) er aðferðin sem er notuð, þar sem malaðar kaffibaunir eru látnar liggja í köldu vatni til lengri tíma. Þannig næst að draga fram alla þá góðu og einstöku eiginleika sem kaffibaunirnar hafa að geyma en á sama tíma skilja eftir bitra bragðið.

Glæsileg heimasíða frá Hovdenak Distillery er komin í loftið sem vert er að kíkja á.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert