Svona notar þú tennisbolta í húsverkin

Tennisboltar eru nytsamlegir í húsverkin.
Tennisboltar eru nytsamlegir í húsverkin. mbl.is/iStockphoto

Enn og aftur fáum við stórbrotin húsráð í bókina sem við getum ekki litið framhjá. Að þessu sinni eru það tennisboltar sem ætla að bjarga okkur utan vallar. 

Passaðu gólfið
Ef þú stendur í framkvæmdum eða ert að breyta til heima hjá þér viltu alls ekki rispa gólfið þegar þú dregur stóla og borð til hliðar. Skerðu gat í tennisbolta og settu stólfæturna þar ofan í – og þá geturðu dregið húsgögnin fram og til baka án þess að skemma gólfið.

Þvottur

Tennisboltatrixið inn í þvottavélina kunna margir en alveg þess virði að nefna aftur. Settu boltann með í næsta handklæðaþvott og þau munu koma dúnmjúk úr vélinni.

Bílskúrinn

Eitt besta ráðið til að forðast það að keyra of langt með bílinn inn í bílskúr er að festa tennisbolta í band og láta hann hanga úr loftinu, þannig að hann snerti miðjuna á bílrúðunni þegar þú keyrir inn eða bakkar. Þá veistu hvenær þú átt að stoppa.

Hreinsaðu gólfið

Næst þegar skítablettir eru á gólfinu þarftu ekki að kasta þér niður á fjóra fætur til að skrúbba. Settu tennisbolta á endann á kústi og notaðu boltann til að hreinsa gólfið – því boltinn er nánast eins og stórt strokleður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert