Ný sælkeralína frá Bláa lóninu

Bláa lónið kynnir nýja sælkeralínu frá Moss.
Bláa lónið kynnir nýja sælkeralínu frá Moss. mbl.is/

Í nóvembermánuði opnar Bláa lónið tvær pop-up-verslanir á höfuðborgarsvæðinu. Samhliða því er komin ný sælkeralína frá veitingastaðnum þeirra, Moss.

Önnur verslunin er á Hafnartorgi og hin verður opnuð í Smáralind nk. laugardag. Í verslununum er hægt að kaupa húðvörur, gjafabréf á upplifanir og nýjar sælkeravörur, framleiddar af matreiðslumeisturum veitingastaðarins Moss, sem þykja afbragðsgóðar.

Hér sjáum við einstakt handverk frá matreiðslumeisturum Bláa lónsins á Retreat. Í sælkeralínunni má finna flögusalt, jurtate, súkkulaðihúðaðar möndlur, hvíthjúpaðan lakkrís og dökkt súkkulaði. Vörurnar eru fáanlegar í pop-up-verslunum Bláa Lónsins á Hafnartorgi, í Smáralind og verslun þeirra á Laugavegi.

Vörurnar eru framleiddar af matreiðslumeisturum veitingastaðarins Moss.
Vörurnar eru framleiddar af matreiðslumeisturum veitingastaðarins Moss. mbl.is/Bláa lónið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert