Nýtt íslenskt brennivín frá Helvíti

Íslenski áfengisframleiðandinn Foss Distillery, sem framleiðir meðal annars birkilíkjörana vinsælu Björk og Birki, hefur þróað nýja áfengislínu sem nefnist Helvíti. Um er að ræða hágæða íslenskan vodka og brennivín sem falla vel að þeim gæðavörum sem fyrir eru. 

„Við höfum verið að þróa Helvíti-vörulínuna síðastliðið ár. Við notum sérstaka aðferð til að ná fram einstökum bragðgæðum, en vökvinn er eimaður undir þrýstingi, þ.e.a.s. í lofttæmi við 45°C. Þannig næst milt bragð af bæði vodkanum og brennivíninu og einstök mýkt sem gerir Helvíti syndsamlega gott; það bragðgott og mjúkt að það bragðast best óblandað – með eða án klaka. Og svo skemmir ekki hversu fallega myndskreyttar flöskurnar eru,  þær eru tilvaldar sem gjöf,” segir Jakob, framkvæmdastjóri Foss Distillery, um nýju vörurnar.

Helvíti brennivín og Helvíti vodka fást í völdum Vínbúðum á höfuðborgarsvæðinu – í Heiðrúnu, Hafnarfirði, Kringlunni og Skútuvogi. Veitingamenn hafa tekið vörunum vel og eru þær fáanlegar á helstu veitingahúsum og börum. 

Nánari upplýsingar má finna helviti.is ogfossdistillery.is, en einnig á vef atvr.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert