Starfsmaður McDonalds afhjúpar leyndarmál

Það er orðið ansi langt síðan landinn hefur smakkað á …
Það er orðið ansi langt síðan landinn hefur smakkað á hamborgara frá einni stærstu skyndibitakeðju heims. mbl.is/​Colour­box

Það er ekki sjálfgefið að það sé skemmtilegt að standa vaktina við afgreiðslustörf á stað eins og McDonalds, þar sem óánægðir viðskiptavinir eru daglegt brauð og mistök í eldhúsinu geta átt sér stað.

Benita Jadah er í hópi þeirra sem starfa fyrir McDonalds-keðjuna, en hún deildi því nýverið inni á TikTok hvernig fólk ætti í raun að bregðast við ef afgreiðslan tæki of langan tíma eða væri röng. Í stað þess að taka æðiskast á starfsfólkið, vera með hroka og læti, er mun áhrifaríkara að sýna kurteisi og þolinmæði. Og þar liggi leyndarmálið ef þú vilt fá fría máltíð. Því ef komið er fram af kurteisi eru mun meiri líkur á að þú þurfir ekkert að borga, að sögn Benitu Jadah.

Fleiri hundruð athugasemdir bárust við færsluna og þar á meðal frá öðrum starfsmönnum keðjunnar sem tóku heilshugar undir. Kurteisi borgar sig alltaf og mun skila sér margfalt til baka. Þetta er alls ekkert flóknara en það!

Benita Jadah er í hópi þeirra sem starfar fyrir McDonald’s …
Benita Jadah er í hópi þeirra sem starfar fyrir McDonald’s keðjuna og segir það vera einfalt mál að fá fría máltíð á staðnum. Mbl.is/TikTok
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert