Svona losar þú límklístur á einfaldan hátt

Það er auðveldara en þú heldur að losa um límklístur.
Það er auðveldara en þú heldur að losa um límklístur. mbl.is/

Lím og klístur eftir límmiða eða verðmiða getur hljómað eins og góð æskuminning. En það er alls ekki smart að sjá húsgögn, bækur eða leirtau með límklessum – og þá kemur þetta frábæra húsráð til sögunnar. Eina sem til þarf er hárblásari, straujárn, edik og olía.

Hárblásari

Hárblásarinn er frábær til að losa um lím og skilur ekki eftir sig neina olíu eða skaðleg efni ef þú þarft að losa um lím á veggjum eða trévörum. Passaðu bara að halda blásaranum í hæfilegri fjarlægð og blása bara í 10-20 sekúndur í einu.

Straujárn

Við notum straujárnið á hluti sem þola hita. Leggðu rakt viskastykki ofan á límmiðann eða klístrið og straujaðu yfir. Notaðu ólífuolíu eða spritt til að fjarlægja restarnar – ef hluturinn þolir slíkt.

Edik

Ef límklístrið situr á þannig stöðum að þú kemst hvorki að með hárblásarann né straujárnið kemur edikið sterkt inn. Settu smá edik í hreinan klút og nuddaðu klístrið á bak og burt.

Ólífuolía

Olían virkar á sama máta og edikið. Settu olíu í hreinan klút og byrjaðu að nudda límmiðann sem þarf að losa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert