Þetta borðaði hann með veiruna

Það er grínlaust að veikjast af kórónuveirunni, en veikindin hafa …
Það er grínlaust að veikjast af kórónuveirunni, en veikindin hafa fengið margan manninn til að prófa eitthvað nýtt. mbl.is/

Það er alls ekkert til að grínast með að fá veiru í líkamann eins og kórónuveiruna. En margir þeirra sem fengið hafa veiruna, kannast við það að missa bragðskynið að fullu og geta þá ögrað bragðlaukunum.

Maður nokkur að nafni Russell Donnelly frá New Jersey greindist með Covid-19 og missti þar af leiðandi allt bragðskyn. Hann ákvað að hafa smá gaman af þessu og borða mat sem hann myndi aldrei annars láta inn fyrir sínar varir, nema þá í minna magni.

Russell borðaði hráan lauk eins og hann væri að bíta í epli. Sardínur og engifermauk rann niður eins og ljúffeng máltíð og með öllu þessu drakk hann skot af sítrónusafa. Hann birti myndskeið á TikTok og sagði jafnframt „it’s a crazy virus”.

@rustardlikemustard

Covid taste testing. This is the craziest sensation. #covid19 #fyp #MyHobby #fineart

♬ original sound - rustardlikemustard
Russell borðaði hráan lauk eins og hann væri að borða …
Russell borðaði hráan lauk eins og hann væri að borða epli. Mbl.is/Rustardlikemustard/TikTok
mbl.is