Þess vegna áttu að geyma plastfilmu í frysti

Við sem héldum að við vissum flest vitum víst ekki allt því samkvæmt TikTok er langsamlega best að geyma plastfilmu í frystinum.

Það sem gerist er að plastfilman límist ekki saman eins og hún gerir venjulega og nýtist því umtalsvert betur auk þess að vera auðveldari í meðförum.

Hvort þetta á við um allar gerðir plastfilmu skal ósagt látið en auðvitað á maður fremur að fjárfesta í fjölnota umbúðum ef út í það er farið ...

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert