Íslenska veitingaundrið Ice+fries er til sölu

Ljósmynd/Aðsend

Þau tíðindi berast að einn svalasti bar veraldar, Ice+fries, sem er á Hafnartorgi í Reykjavík, sé til sölu. Í fréttatilkynningu segir að Ice+fries sé svokallaður bionic bar sem sé rekinn með gervigreind og tækninýjungum sem eigi sér enga hliðstæðu í heiminum og sé framtíð veitingahúsareksturs.

„Ice+fries í Reykjavík er sérstaklega byggður upp með „franchise“ og útrás til annarra landa í huga og fyrirmynd annarra Ice+fries-staða í heiminum. Hægt væri að stjórna veitingakeðjunni miðlægt frá Íslandi. Tímasetningin var hins vegar ekki hagstæð, eða á nkl. sama tíma og tvær milljónir ferðamanna hurfu og skemmtanalífið lagðist niður,“ segir meðal annars í tilkynningunni. Erlendar hótel- og veitingahúsakeðjur hafa sýnt staðnum áhuga en yfir tvær milljónir dollara fóru í að þróa og byggja barinn.

Ice+fries er einnig með GlacierFire-vörumerkið til sölu, drykkjarvörufyrirtæki með fjölbreyttar lúxusdrykkjarvörur sem drykkjarvörubirgir fyrir veitingastaðina. Þeim sem sjá tækifæri er bent á að hafa samband við Arnar Loftsson, löggiltan fasteigna- og fyrirtækjasala (arnarloftsson@gmail.com), sem sér um söluna.

Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert