Nigella elskar Omnom-súkkulaði

Nigella Lawson elskar Omnom!
Nigella Lawson elskar Omnom!

Þegar eldhúsgyðjan Nigella segist eiga sérstakt box fullt af lakkrís og það besta sem hægt sé að hugsa sér sé lakkrís og súkkulaði getum við ekki annað en dáðst að hugkvæmni hennar og verið hjartanlega sammála.

Í þætti sínum, Simply Nigella, fór hún yfir hvaða gullmola væri að finna í lakkrískassanum hennar. Þar rákumst við á Omnom-súkkulaðið með lakkrís og sjávarsalti og gátum ekki annað en öskrað pínulítið upphátt!

mbl.is