Smákökurnar sem gera lífið betra

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Þessar smákökur eru svo stökkar og góðar að þær hafa reglulega komist á lista yfir bestu jólasmákökurnar. Og engan skyldi undra. Hráefnin eru sjúklega spennandi og höfundur uppskriftar er engin önnur en Berglind Hreiðars á Gotteri.is

Heslihnetusmákökur uppskrift

 • 300 g hveiti
 • 40 g bökunarkakó
 • ½ matarsódi
 • 1½ tsk maizenamjöl/kartöflumjöl
 • ½ tsk salt
 • 170 g smjör við stofuhita
 • 150 g púðursykur
 • 150 g sykur
 • 1 egg + 1 eggjarauða
 • 2 msk. sterkt kaffi
 • 80 g suðusúkkulaðidropar
 • 80 g Til hamingju-heslihnetur, gróft saxaðar

Aðferð:

 1. Sigtið saman hveiti, kakó, matarsóda, maizenamjöl og salt og leggið til hliðar.
 2. Þeytið saman smjör, sykur og púðursykur þar til létt og ljóst.
 3. Bætið þá eggjunum saman við og skafið niður á milli.
 4. Því næst fer kaffið saman við og svo þurrefnin í nokkrum skömmtum.
 5. Vefjið að lokum súkkulaðidropum og heslihnetum saman við.
 6. Plastið og kælið í að minnsta kosti 2 klst eða yfir nótt.
 7. Rúllið í stórar kúlur, um 2-3 msk hver, þrýstið aðeins á þær á bökunarplötunni og bakið við 175°C í 12-15 mínútur (uppskriftin gefur 20-22 stk).
mbl.is