Splunkuný glös frá Ferm Living

Ný litrík glös frá Ferm Living - fáanleg í sex …
Ný litrík glös frá Ferm Living - fáanleg í sex litum og hvert öðru fallegra. mbl.is/Ferm Living

Danski húsbúnaðarframleiðandinn Ferm Living var að senda frá sér splunkuný glös sem lífga upp á eldhússkápana.

Nýju glösin kallast Casca og eru eins lifandi og hugsast getur af venjulegum mjólkurglösum að vera. Þau eru handblásin og lífræn lögun þeirra fær þau til að sitja þægilega í hendi. Glösin eru með óreglulegu munstri sem gerir hvert og eitt glas sérstakt. Casca koma í hvorki meira né minna en sex litum, sem skemmtilegt er að blanda saman og fá nýtt líf á matarborðið.

mbl.is/Ferm Living
mbl.is/Ferm Living
mbl.is