Við skorum á ísframleiðendur fyrir næstu jól

Eru fleiri þarna úti sem væru til í ís-dagatal fyrir …
Eru fleiri þarna úti sem væru til í ís-dagatal fyrir næstu jól? Mbl.is/ Kødbyens Is

Við borðum ís hér á landi allan ársins hring, og minnkum ekkert magnið yfir veturinn – enda sannir Ís-lendingar.

Við rákumst á frekar skemmtilegt ís-dagatal fyrir þessi jólin sem væri frábær viðbót í flóruna hér heima. Dagatalið er framleitt af Kødbyens Is í Danmörku og inniheldur 24 stykki af handgerðum pinnum með mismunandi bragðefnum.

Þar sem heldur flókið er að panta dagatal sem þetta með póstinum væri mjög gaman ef ísframleiðendur þessa lands, myndu taka sig til að útfæra hugmyndina að sínu fyrir næstu jólavertíð. Við værum svo sannarlega til í dagatal sem þetta, og erum handviss um að við séum ekki þau einu sem eru á sama máli.   

Það eru Kødbyens Is sem eru með dagatölin til sölu.
Það eru Kødbyens Is sem eru með dagatölin til sölu. Mbl.is/ Kødbyens Is
Mbl.is/ Kødbyens Is
mbl.is