Lindt kynnir nýtt súkkulaði

Nýtt súkkulaði frá Lindt - með bismark brjóstsykursflögum og hvítu …
Nýtt súkkulaði frá Lindt - með bismark brjóstsykursflögum og hvítu súkkulaði. mbl.is/Lindt

Súkkulaðiframleiðandinn Lindt er að koma heldur betur á óvart með nýrri viðbót fyrir þessi jólin – eða súkkulaði með bismark brjóstsykursflögum.

Heimsfræga Lindor trufflusúkkulaðið frá Lindt fær nú yfirhalningu þessi jólin, með hvítu súkkulaði og „candy cane“ eða bismark flögum. Bragðið þykir ólýsanlegt hjá þeim sem hafa smakkað og við trúum hverju orði. Þegar bitið er í hálf-stökkt súkkulaðið sem geymir mjúka fyllingu og skilur eftir sig sannakallað jólabragð. Þvi miður erum við ekki svo heppin að súkkulaðið rati í verslanir hér á landi enn sem komið er, en njótum þess í anda.

mbl.is