Jólagjöfin í ár: Moppuskórnir

Ljósmynd/Amazon

Við elskum sniðuga hluti hér á matarvefnum og þetta er klárlega með því betra sem við höfum séð og ætti að fara í sem flesta jólapakka.

Við erum að tala um inniskó sem eru líka gólfmoppa!

Skóna er hægt að panta á Amazon. Týpan sem við féllum fyrir er uppseld í augnablikinu en góðu fréttirnar eru þær að það er hægt að fá endalausar útgáfur af þessari tímalausu – og gagnlegu snilld.

Þess má geta að hægt er að fá slíka skó í þremur litum í Tiger og kosta þeir þar litlar 500 krónur.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Ljósmynd/Amazon
Ljósmynd/Amazon
mbl.is