Hamborgari Gordons Ramsays kostar 15 þúsund krónur

Gordon Ramsay tilkynnti á dögunum að fyrsti hamborgarastaður hans í Bretlandi yrði opnaður í Harrods 4. desember.

Hamborgarans hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu enda búast menn alla jafna við miklu þegar meistari Ramsay er annars vegar. Fæstir bjuggust þó við verðinu en borgarinn kostar 15 þúsund krónur og þykir sumum vel í lagt.

Á móti má benda á að ef þú ert á annað borð að gera jólainnkaupin í Harrods þá sé þetta vel innan fjárlaga.

Kaupa þarf franskar og kampavín aukalega en spennandi verður að sjá hvar hann opnar næsta stað.

mbl.is