Jólakúlurnar sem þú þarft að eignast

Jólakúlur ársins!
Jólakúlur ársins! Mbl.is/Gift Republic

Þar sem árið 2020 mun verða ógleymanlegt að svo mörgu leyti skulum við enda árið með stæl. Hér eru til dæmis jólakúlur sem smellpassa við þema ársins.

Boozeballs er sérstaklega viðeigandi jólaskraut fyrir 2020. En kúlurnar koma með tappa sem þú getur skrúfað af og þannig fyllt kúlurnar með eftirlætisdrykknum þínum. Léttur kokteill eða tequila – eða það sem þig þyrstir í.

Jólakúlurnar koma sex saman í pakka, með áletruninni „Drink Me“ – ásamt rauðum borða til að hengja þær upp. Fyrir áhugasama fást kúlurnar á Amazon HÉR og kosta litlar 1.800 krónur.

Þú fyllir þínar kúlur með eftirlætisdrykknum þínum og skreytir tréð. …
Þú fyllir þínar kúlur með eftirlætisdrykknum þínum og skreytir tréð. Einnig frábært í gjafir. Mbl.is/Gift Republic
Mbl.is/Gift Republic
mbl.is