Eyða sjö milljónum í borðstofuborð

Það getur kostað skildinginn að kaupa húsgögn og ekki allir sem hafa smekk fyrir skandinavískri naumhyggju.

Þetta borðstofuborð er fremur frægt og kallast á fagmálinu Fortuna-borðið frá Boca do Lobo, sem er portúgalskt hönnunarfyrirtæki sem sérhæfir sig í lúxushúsgögnum.

Vefsíðan þeirra er konfekt fyrir sjáöldrin en hér gefur að líta borðstofuborðin sem eru rosaleg. Engin naumhyggja hér takk fyrir.

Verðmiðinn er að sjálfsögðu ekki gefinn upp á vefsíðunni en heimildir matarvefjarins herma að Fortuna-borðið kosti tæpar sjö milljónir króna og ef marka má vinsældir þess eru ansi margir sem elska gull og eiga nóg af peningum ...

mbl.is