Fagna 10 ára afmælinu með þreföldum þriðjudegi

Birgir Örn Birgisson, forstjóri Domino's á Íslandi.
Birgir Örn Birgisson, forstjóri Domino's á Íslandi. mbl.is/Valli

Eitt sögufrægasta tilboð landsins - sjálft Þriðjudagstilboðið hjá Domino’s fagnar tíu ára afmæli um þessar mundir en það sem þykir kannski merkilegast er að þrátt fyrir gríðarlegar breytingar á verðlagi hefur tilboðið haldist eins í öll þessi ár.

Sama verð í tíu ár

Að sögn Birgis Arnars Birgissonar, framkvæmdastjóra Domino´s, er hann mjög stoltur af tilboðinu. „Það eru ekki mörg fyrirtæki sem hafa getað haldið verðinu óbreyttu í tíu ár og við fullyrðum að þetta hefur haft margvísleg áhrif á þriðjudagsmenningu þjóðarinnar,“ segir Birgir og bætir við að þriðjudagarnir séu orðnir hálfgerðir tilboðsdagar þar sem fyrirtæki eins og til dæmis bíóin eru með frábær tilboð.

Þetta verður að teljast harla gott sé litið til verðlagsþróunar undanfarinn áratug en verðbólga hefur samtals verið um 35% prósent og launahækkanir hátt í 80%. Birgir segir að pítsumarkaðurinn sé mjög samkeppnishæfur og að öllum verðhækkunum hafi verið stillt í hóf. Sé veitingamarkaðurinn borinn saman við aðra markaði þá hafi verðhækkanir þar almennt verið miklu minni sem á móti gerir kröfu um eins mikla hagræðingu í rekstri og hægt er. Og það hefur tekist. Þriðjudagstilboðin eru orðin inngreypt í þjóðarsálina enda fátt betra en að fá sér pítsu á þúsundkall.

„Það er ákaflega mikilvægt fyrir okkur að vera samkeppnishæf og það skilar sér til viðskiptavina okkar,“ segir Birgir en í tilefni afmælisins verður þriðjudagur í þrjá daga frá og með deginum í dag og því ljóst að landsmenn geta fagnað ærlega næstu daga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert