Pastasósan sem fékk Kate Middleton til að falla fyrir prinsinum

Kate Middleton og Vilhjálmur prins - eru miklir matgæðingar.
Kate Middleton og Vilhjálmur prins - eru miklir matgæðingar. mbl.is/​Pool/​Sam­ir Hus­sein­Getty Ima­ges

Vilhjálmur prins deildi nýverið uppskrift að klassískum ítölskum rétti sem hann eldaði til að heilla Kate Middleton upp úr skónum – og hún kolféll fyrir sósunni og prinsinum

Uppskriftin birtist í nýrri matreiðslubók sem gefin var út til góðgerðarmála. Bókin „A Taste Of Home“, inniheldur 120 rétti frá helstu matreiðslumönnum og öðrum frægum stórstjörnum Bretlands. Allt gert í tilefni að 40 ára afmælis góðgerðarsamtakanna The Passage, sem styðja heimilislausa.

Kate Middleton sagði í viðtali að heimagerða pastasósuna hans Vilhjálms væri að finna í bókinni, þá sömu og hann eldaði fyrir Kate á háskóladögum þeirra. Og við fengum uppskriftina!

Pastasósan sem fékk Kate Middleton til að falla fyrir prinsinum

  • 1 msk. ólífuolía
  • 30 g smjör
  • 1 stór laukur, smátt saxaður
  • 1 gulrót, skorin niður
  • 2 sellerístilkar
  • 350 g nautahakk
  • 250 ml þurrt hvítvín
  • 120 ml mjólk
  • Múskat á hnífsoddi
  • 400 g saxaðir tómatar í dós
  • 1 tsk. tómatpúré
  • 250 g spaghettí
  • 50 g parmesan-ostur
  • 2 msk. smátt söxuð steinselja
  • Salt og pipar

Aðferð:

  1. Hitið olíu og smjör á pönnu og steikið laukinn á meðalhita. Bætið þá við gulrót og selleríi og látið malla áfram á pönnunni. Munið að hræra í.
  2. Notið gaffal til að hræra upp í hakkinu og bætið því á pönnuna. Steikið þar til hakkið er ekki lengur bleikt, samt ekki alveg gegnumsteikt.
  3. Hellið víninu út á pönnuna og eldið þar til það gufar upp. Lækkið þá í hitanum og hellið mjólkinni og múskatinu saman við. Látið mjólkina einnig „gufa“ upp.
  4. Setjið tómatana og púré út á pönnuna og kryddið eftir smekk með salti og pipar. Látið malla á pönnunni við vægan hita í þrjá klukkutíma – og hrærið í inn á milli.
  5. Sjóðið spaghettíið upp úr saltvatni, samkvæmt leiðbeiningum.
  6. Skiptið pastanu jafnt á milli í fjórar skálar og hellið heitri sósunni yfir.
  7. Dreifið steinselju yfir og berið fram með parmesan.
Vilhjálmur sinnar oftar en ekki góðgerðamálum.
Vilhjálmur sinnar oftar en ekki góðgerðamálum. Mbl.is/Aga Strzalek
mbl.is/
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert