Með jólamarkað í bakgarðinum

Sumir fara alla leið og búa til sinn eigin jólamarkað …
Sumir fara alla leið og búa til sinn eigin jólamarkað í bakgarðinum heima. Mbl.is/Steve Froggatt/MEN MEDIA

Víðsvegar um heiminn eru jólamarkaðir lokaðir út af faraldinum. Það stoppar þó ekki suma – sem útfæra jólamarkað í bakgarðinum heima.

Steve Froggatt frá Manchester tók sig til og skapaði sinn eigin jólamarkað heima – sem konan hans og börnin þrjú fá að njóta. Hann gat ekki hugsað sér að missa af ristuðum möndlum, jólaglöggi, pönnukökum og jólabjór, en það er hann vanur að fá sér árlega á jólamörkuðum landsins.

Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Steve tekur hugmynd og hleypir snögglega í framkvæmd. Fyrr á árinu hafði fjölskyldan fyrirhugað ferð til Jamaíku, sem var aflýst sökum kórónuveirunnar. Steve breytti þá horni heima í stofu í karabíska strönd með sandi, pálmatrjám, sólstólum og suðrænum bar.

Það tók fjölskylduföðurinn rétt um þrjá klukkutíma að rigga upp jólamarkaðinum, sem konan hans skreytti til að ná upp stemningunni. Alls óvitlaus hugmynd til að framkvæma!

Alls ekki svo slæm hugmynd!
Alls ekki svo slæm hugmynd! Mbl.is/Steve Froggatt/MEN MEDIA
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert