Fingralangur þjónn í Buckinghamhöll

Persónulegum eigum Elísabetar Englandsdrottningar var stolið og munirnir seldir á …
Persónulegum eigum Elísabetar Englandsdrottningar var stolið og munirnir seldir á Ebay. Mbl.is/Mega

Þjófnaður átti sér stað í bresku konungshöllinni og persónulegum munum Elísabetar drottningar var stolið.

Maður að nafni Adamo Canto, þjónn og starfsmaður í eldhúsinu, er sakaður um að hafa stolið medalíum og ljósmyndum frá drottningunni. Að sögn lögreglu þar ytra fannst talsvert magn af þýfinu heima hjá þjóninum.

Á meðan kórónufaraldurinn hefur geisað í heiminum hefur augljóslega verið minna að gera í veisluhöldum í höllinni. Því var þjóninum falið það verkefni að þrífa, sem gaf manninum aðgang að öðrum rýmum hallarinnar – þar á meðal persónulegum eigum drottningarinnar. Eitthvað af þýfinu hefur verið sett til sölu á ebay, þar sem verðgildi hlutanna er metið á eina til 18 milljónir króna. Maðurinn stal meðal annars „Companion of Bath“-medalíu sem seld var á 62 þúsund krónur.

Þjófnaðurinn átti sér stað á tímabilinu 11. nóvember 2019 til 7. ágúst síðastliðins. Canto var dæmdur sekur, en sleppt úr haldi á skilorði – hann á yfir höfði sér hugsanlegan fangelsisdóm.

mbl.is