Meðlætið sem fullkomnar jólamáltíðina

Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir

Við erum komin í jólagírinn og gott betur. Hér erum við með uppskrift að sætkartöflumús sem er svo góð að fullorðnir menn hafa grátið – bókstaflega.

Það er meistari Berglind Guðmunds á GRGS.is sem á þessa uppskrift sem er – í alvöru – stórbrotin!

Sætkartöflumús með kornflexkaramellukurli

Fyrir 6-8

  • 4 sætar kartöflur
  • 100 g sykur
  • 1 1/2 tsk lyftiduft
  • 1/4 tsk salt
  • 3 egg
  • 100 g smjör, brætt
  • 1 1/2 tsk vanilludropar

Kornflexkaramella

  • 3 msk smjör
  • 50 g púðursykur
  • 1 1/2 bolli kornflex, mulið

Bræðið smjörið og setjið púðursykurinn saman við. Bætið þá kornflexinu út í og hrærið vel.

Leiðbeiningar

  1. Stingið göt á kartöflunar með gaffli. Setjið í 180°c heitan ofn í um klukkustund eða þar til þær eru orðnar linar. Skerið í tvennt og skafið kjötið úr þeim.
  2. Öllum hráefnum fyrir kartöflumúsina er hrært vel saman. Sett í eldfast mót og bakað í 20 mín. og tekið út.
  3. Gerið kornflexkurlið og setjið yfir kartöflumúsina og látið aftur inn í ofn í 20 mínútur.

Gömul og góð uppskrift sem klikkar ekki!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert