Jólasmákökurnar sem þykja þær bestu

Jólasmákökur með lakkrís og trönuberjum.
Jólasmákökur með lakkrís og trönuberjum. Mbl.is/Markus Grigo

Markus Grigo er fæddur og uppalinn í þýskalandi – hann er frábær eftirréttakokkur og þykir afar metnaðarfullur þegar kemur að kökum og desertum. Hér er ein af hans bestu smákökuuppskriftum með trönuberjum og lakkrís.

Jólasmákökurnar sem þykja þær bestu

  • 500 g hveiti
  • 1 tsk lyftiduft
  • 60 g lakkrísduft (t.d. frá Johan Bülow)
  • 125 g sólþurrkuð trönuber
  • 375 g kalt smjör, saltað
  • 500 g sykur
  • 2 egg

Aðferð:

  1. Sigtið hveitið í skál saman við lyftiduftið. Bætið lakkrísdufti, trönuberjum og smjörkubbum saman við. Hrærið þar til smjörið hefur blandast vel saman í deig.
  2. Bætið þá sykri og eggi í skálina og hrærið.
  3. Skiptið deiginu upp í 500 gramma klumpa og mótið í langar pulsur á stærð við smápening í þvermál. Rúllið hverri lengju inn í bökunarpappír og setjið inn í frysti þar til þær harðna.
  4. Hitið ofninn á 180°C á blæstri. Skerið lengjurnar í 1 cm þykkar skífur og leggið á bökunarpappír á bökunarplötu.
  5. Bakið í 8-10 mínútur.
  6. Takið út og látið kólna á rist. Best er að geyma smákökurnar í lofttæmdu boxi.
Markus Grigo er þýskur eftirréttakokkur sem þykir afar fær í …
Markus Grigo er þýskur eftirréttakokkur sem þykir afar fær í sínum bransa. Mbl.is/Markus Grigo
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert