Opna mathöll í Hafnarfirði

Greint er frá því í Fréttablaðinu í dag að fyrirætlanir séu um að breyta gamla Súfistanum á Strandgötu 9 í Hafnarfirði í mathöll. Byggt verði við húsið og það muni geta hýst fjóra til fimm litla veitingastaði.

Mathallir hafa notið mikilla vinsælda hér á landi, bæði hjá viðskiptavinum og ekki síst veitingamönnum en rekstarkostnaður verður umtalsvert minni fyrir vikið. Mathallir auka almennt á fjölbreytni veitingaflórunnar og hefur fyrirkomulagið tíðkast lengi erlendis.

Mathöllin í Hafnarfirði yrði fyrsta mathöllin í bænum en veitingarstöðum utan miðbæjar Reykjavíkur hefur fjölgað ört undanfarin ár og njóta mikililla vinsælda enda eru neyslumynstur að breytast og ljóst að fólk vill geta farið út að borða í heimabyggð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert