Einfaldur ítalskur eftirréttardrykkur sem er algjört æði

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Það er eitthvað svo sjúklega lekkert við þennan eftirréttardrykk sem er einfaldur en margslunginn um leið ...

Það er Berglind Hreiðars á Gotteri.is sem á heiðurinn af þessari tímalausu snilld.

Affogato-eftirréttardrykkur

Hráefni sem þarf í hvert glas

  • 2 kúlur vanilluís
  • 30 ml sterkt kaffi
  • 30 ml Brugal Blanco Supremo romm
  • 1 msk. hlynsíróp

Aðferð:

  1. Hrærið saman heitu kaffi, rommi og sírópi.
  2. Setjið 2 kúlur af ís í fallegt glas og hellið kaffiblöndunni yfir.
  3. Fallegt er að sigta örlítið af bökunarkakói yfir í lokin.
  4. Njótið eins fljótt og auðið er.
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is