Huggulegar hafrakúlur með kaffibragði

Ljúffengar hafrakúlur með kaffibragði.
Ljúffengar hafrakúlur með kaffibragði. Mbl.is/©Winnie Methmann

Hér bjóðum við upp á fullorðinsútgáfu af hinum klassísku hafrakúlum sem við annars þekkjum svo vel. Nema hér skiptum við kókos út fyrir kaffi.

Hafrakúlur með kaffibragði

  • 120 g haframjöl
  • 60 g kókosmjöl
  • 40 g sykur
  • 3 msk. kakó
  • 1 tsk. vanillusykur
  • 1 msk. kaffiduft (instantkaffi)
  • 1 msk. romm-essens
  • 90 g mjúkt smjör
  • kaffiduft til skrauts

Aðferð:

  1. Setjið haframjölið í blandara og hakkið. Setjið í skál og bætið öllum þurrefnum saman við – blandið vel saman.
  2. Setjið romm-essens saman við ásamt smjörinu. Notið fingurna til að blanda smjörinu saman við.
  3. Setjið massann í kæli í 30 mínútur.
  4. Mótið í litlar kúlur og veltið upp úr kaffidufti áður en borið er fram.

Uppskrift: Isabellas

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert