Hversu oft áttu að skipta um borðtusku?

Ljósmynd/Colourbox

Þetta er stór spurning og margir sem hafa hreinlega ekki hugmynd. Almennt er misjafnt hvernig fólk hirðir um borðtuskurnar sínar. Hvort þær eru skolaðar og undnar reglulega, hversu óhreina fleti verið er að nota þær á og þar fram eftir götunum.

En ein regla liggur að baki öllum þessum vísindum og hún er einföld: Um leið og tuskan fer að lykta skal hún fara í þvott og þvo hana rækilega á að minnsta kosti 60 gráðu hita til að drepa allar bakteríur.

Annars er góð regla að skipta um tusku tvisvar til þrisvar í viku og eiga nógu margar tuskur. Það er nefnilega fátt verra en skítug tuska sem smyr bakteríum á borðplötuna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert