IKEA með sjóðheit piparkökuhúsgögn

Ljósmynd/IKEA

Þegar við héldum að sænski húsgagnarisinn IKEA væri búinn að toppa sig þá kemur hann enn á óvart með einhverri snilld.

Piparkökuhúsgögn eru það allra heitasta og hvaða fagurkera dreymir ekki um að baka sinn eigin STRANDMON-hægindastól? Þessar myndir eru frá IKEA í Kanada en því miður virðumst við Íslendingar eingöngu hafa fengið hefðbundnu húsin.

Við verðum því að vona að á komandi ári verði hugsað betur um okkur  eða að Eyjólfur í Epal hefji framleiðslu á Arne Jakobsen-piparkökuhúsgögnum eða Georg Jensen-piparkökuóróum sem við getum dundað okkur við að skreyta í skammdeginu!

Ljósmynd/IKEA
Ljósmynd/IKEA
mbl.is