Mariah Carey með nýja smákökulínu

AFP

Það er bókstaflega hægt að segja að það sé allt að fara í vitleysu í Bandaríkjunum. Sjálf Mariah Carey hefur sett á markað smákökur undir eigin nafni og viðbrögðin jaðra við að vera ofsafengin.

Slíkur er spenningurinn að netmiðlar tala um fátt annað og jóladívan sjálf er hæstánægð með viðbrögðin.

Kökurnar koma í sex bragðtegundum og kallast einfaldlega Mariah's Cookies.

Hvort þær rata hingað til lands skal ósagt látið en mikið væri það gaman.

mbl.is