Útbjó morgunverðarhlaðborð fyrir börnin

Morgunverðarhlaðborð í krakkaútgáfu af allra bestu gerð!
Morgunverðarhlaðborð í krakkaútgáfu af allra bestu gerð! Mbl.is/ @Athomewithshannon/TikTok

Það er magnað að fylgjast með útsjónarsömum foreldrum og hvernig þau tækla „vandamál“ eins og þegar kemur að því að fá börnin á heimilinu til að borða morgunmat.

Móðir nokkur að nafni Shannon deildi því nýverið á samfélagsmiðlum hvernig hún sneri blaðinu algjörlega við  því hún var orðin þreytt á að hlusta á nöldur í börnunum sínum á hverjum einasta morgni. Hún útbjó morgunverðarhlaðborð sem ætti einna helst heima á hóteli og sló vægast sagt í gegn!

Hér ræðir um vagn á hjólum sem geymir stóra morgunkornsskammtara, ferska ávexti og djús í öllum gerðum. Meira að segja mjólkin var í brúsa til að forðast allt óþarfa sull. Eins voru niðurskornir ávextir í litlum handhægum pokum, ef það myndi falla betur í kramið hjá ungviðinu þennan morguninn.

Shannon deildi myndbandi á TikTok sem vakti mikil viðbrögð fólks, þar sem flestir voru á þeirri skoðun að þetta væri algjörlega málið – sama hvort um börn eða fullorðna væri að ræða.

mbl.is