Glassúrtrixið sem þú þarft að kunna

Glassúrskreytt smáköku jólatré.
Glassúrskreytt smáköku jólatré. Mbl.is/whippedbakeshop_Instagram

Þegar þú ert komin með þetta snjalla glassúrtrix upp í ermina geturðu ekki beðið eftir að prófa það í eldhúsinu heima.

Við bökum smákökur í alls kyns formum fyrir jólin og sumar hverjar skreytum við með glassúr eða kökuskrauti. Og þá er alltaf best að nota mjóan stút í verkið. Og til þess að fá sérstaka þrívíddaráferð er stórsnjallt að sprauta litlum doppum á kökuna og draga svo fram lítinn pensil til að dreifa úr glassúrnum. Hægt er að sjá myndband á instagramsíðu Whippedbakeshop, HÉR – sem sýnir þetta svo vel.

Einfalt er að búa til einskonar þrívíddarmynstur með glassúr og …
Einfalt er að búa til einskonar þrívíddarmynstur með glassúr og pensli. Mbl.is/whippedbakeshop_Instagram
mbl.is