Forláta merkjavara á tilboði í Costco

Þær fregnir berast úr vöruhúsi Costco að þar sé að finna forláta merkjavöru á tilboði frá og með deginum í dag. Um er að ræða krómaða SMEG-brauðrist og -hraðsuðuketil og mun tilboðið endast svo lengi sem birgðir endast.

SMEG þykir almennt mikil gæðavara og því ljóst að margir eiga eftir að nýta sér þetta góða tilboð enda eiga heimilistæki það til að vera mikil heimilisprýði.

Brauðristin kostar 23.433 krónur og hraðsuðuketillinn kostar 21.499.

Ekki kemur fram hvað gripirnir hafa verið lækkaðir mikið í verði en báðar vörur hafa verið fáanlegar hér á landi fyrir 27.995 krónur.

mbl.is