Hnetusteikin sem matgæðingarnir elska

Ljósmynd/Aðsend

Góð hnetusteik er ómissandi hluti af jólafæði ansi margara og þau gleðitíðindi berast úr Matbúri Kaju á Akranesi að hnetusteikin þeirra sem notið hefur fáheyrðra vinsælda verði fáanleg fyrir jólin.

Steikin á sér skemmtilega sögu því hún kemur upphaflega úr smiðju Silvu á Akureyri en þegar rekstri Silvu var hætt fékk Kaja uppskriftina.

Síðan þá hefur hún tekið nokkrum breytingum til að aðlaga hana að lífrænni vottun. Hnetusteikin er vegan, glúteinlaus og inniheldur 25% hnetur (kasjú og heslihnetur).

Í ár var bætt um betur og nú er að finna lífrænar kartöflur frá Móður Jörð og lífrænar gulrætur frá Ós í Hörgársveit og Akri.

Hnetusteikin frá Kaju fæst í Hagkaup, Melabúðinni, Nettó, Iceland, Frú Laugu, Vegan búinni, Gott og blessað, Fisk Kompaní og Matbúri Kaju á Akranesi.

mbl.is