Þess vegna setur þú edik þegar þú sýður kartöflur

mbl.is/Colourbox

Vissir þú að þegar þú sýður kartöflur – það er skrældar kartöflur – þá áttu að setja nokkra dropa af ediki út í vatnið.

Ástæðan er sú að edikið hjúpar kartöfluna og heldur henni saman. Þetta er sérstaklega gott trix þegar kartöflurnar eru mjölmiklar og eiga það til að molna auðveldlega. Þá borgar sig að setja heilan tappa út í vatnið.

mbl.is