Hnífurinn sem léttir þér lífið í eldhúsinu

Hnífurinn sem kemur þér til bjargar í eldhúsinu.
Hnífurinn sem kemur þér til bjargar í eldhúsinu. Mbl.is/That! Inventions

Kannastu við ískalt smjör sem erfitt er að smyrja á brauð – smjörið rífur brauðið í sundur og við þurfum helst að bíða um stund eftir að það mýkist til að það renni léttilega með hnífnum. En ekki lengur, því lausnin er hér!

Við rákumst á þennan hníf sem virðist fá jákvæð meðmæli hjá þeim sem hafa prófað. Einhvers konar hitara er að finna í skaftinu sem virkar þannig að þegar þú heldur um skaftið hitnar hnífurinn. Hér er því ekki um neina hleðslu eða batterí að ræða. Og það besta er að hnífurinn þolir að fara í uppþvottavél.

Við köllum þetta lúxusvandamál, að glíma við hart smjörið, en engu að síður skemmtileg hugmynd. Þeir sem hafa áhuga á vörunni geta skoðað nánar á Amazon HÉR, en hnífurinn kostar um 3.400 krónur.

Það er leikur einn að smyrja köldu smjöri á brauð …
Það er leikur einn að smyrja köldu smjöri á brauð með þessum hníf. Mbl.is/That! Inventions
Mbl.is/That! Inventions
Mbl.is/That! Inventions
mbl.is