Bakaður ostur með fullkomnu meðlæti

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Margur hefði haldið að það væri nóg að skella osti í ofn og þá værir þú komin með fínan partírétt. Það er ekki fjarri lagi en gott meðlæti gerir ostinn 100 sinnum betri.

Hér kemur uppskrift úr bókinni hennar Berglindar Hreiðars, Saumaklúbburinn, en eins og alþjóð veit stenst henni enginn snúning þegar kemur að huggulegum veitingum.

Bakaður ostur og meðlæti

Bakaður ostur
  • 1 Dala-Auður
  • 1 lúka af Til hamingju-pekanhnetum
  • 4 msk. hlynsíróp
  • 1 lúka af granateplafræjum

Setjið ostinn í lítið eldfast mót og bakið í 180°C heitum ofni í um 15 mínútur.

Saxið pekanhneturnar gróft, setjið yfir ostinn ásamt sírópinu og bakið áfram í um 5 mínútur.

Takið úr ofninum, stráið vel af granateplafræjum yfir og njótið með góðu brauði eða kexi.

Annað gott meðlæti

  • Casale Prosciutto di-parmaskinka
  • ólífur
  • ristað snittubrauð
  • bláber
  • Til hamingju blandaðar rúsínur
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is