Jólamatvörur fortíðar snúa aftur

Jóla Svali! Halló nostalgía í fernu.
Jóla Svali! Halló nostalgía í fernu. mbl.is/Nói Sanitas

Við elskum nostalgíu – og þá sérstaklega þegar hún snýr að mat. Nói-Sanitas er einmitt að færa okkur nær fortíðinni með dásamlegu jóladagatali á instagram.

Nói-Sanitas hóf göngu sína á instagram í mars síðastliðnum og fjallar um matvælin sem mótuðu þjóðina. Þessa dagana er jóladagatalið þeirra í fullum gangi, þar sem þeir birta gamla auglýsingu  á hverjum degi fram til jóla – sem ætti að koma öllum í rétta hátíðarskapið.

Hver man ekki eftir Ís-kóla, hamborgara á Jarlinum eða jóla-Svala? Allt frábærar minningar sem ylja. Þeir sem vilja fylgjast með Nóa-Sanitas geta kíkt á síðuna þeirra HÉR.

Það er bráðskemmtilegt að fletta í gegnum auglýsingarnar á Instagram …
Það er bráðskemmtilegt að fletta í gegnum auglýsingarnar á Instagram síðu Nóa Sanitas og fá afturhvarf til fortíðarinnar. mbl.is/Nói Sanitas
mbl.is