Nói-Síríus endurvekur gamla gullmola

Netheimar og þá ekki síst meðlimir facebookhópsins Nammitips standa á öndinni yfir nýja namminu frá Nóa-Síríusi en um er að ræða gömlu góðu brenndu molana; brenndan brjóstsykur og brenndan lakkrísbrjóstsykur sem komnir eru í verslanir í takmarkaðan tíma.

Miðað við viðbrögðin má fastlega reikna með að brjóstsykurinn klárist fljótlega og eru sumir því farnir að hamstra.

mbl.is