Vatnsdeigsbollur með Baileys- & Nutella-fyllingu

Kristinn Magnússon

Þessar vatnsdeigsbollur eru svo fáránlega bragðgóðar að það er leitun að öðru eins. Þær eru fullkomnar með kaffinu eftir jólamáltíðina enda algjört sælgæti.

Höfundur þeirra er engin önnur en Elenóra Rós Georgesdóttir sem sló í gegn núna fyrir jólinn með bókinni BAKAÐ með Elenóru Rós sem hefur selst eins og heitar lummur.

Kristinn Magnússon

Vatnsdeigsbollur með Baileys- & Nutella-fyllingu

Vatnsdeigsbollur
 • 150 ml mjólk
 • 150 ml vatn
 • 255 g smjör
 • 5 g sykur
 • 3 g salt
 • 225 g hveiti
 • 7 egg

Craquelin

 • 200 g smjör
 • 270 g púðursykur
 • 270 g hveiti

Aðferð:

 1. Byrjið á að búa til craquelin en það er kex sem fer ofan á bollurnar og gerir þær margfalt betri.
 2. Hnoðið allt saman og kælið á meðan þið búið til vatnsdeigsbollurnar.
 3. Fyrir vatnsdeigbollurnar byrjið á að hita mjólk, vatn, smjör, salt og sykur þar til suða kemur upp.
 4. Hveitinu bætt saman við og massinn ristaður þar til hann er kominn saman og hættur að festast við hliðarnar.
 5. Settu deigið í hrærivél með spaða og hrærðu til að kæla deigið, hrærðu þar til þú getur komið við skálina og hún er volg eða næstum köld.
 6. Bættu eggjunum saman við í skömmtum.
 7. Sprautaðu deiginu á plötur.
 8. Rúllið út craquelin-kexdeiginu og skerið út litla hringi í svipaðri stærð og bollurnar.
 9. Leggið einn kexhring á hverja bollu.
 10. Bakaðu við 180 gráður í 20-25 mínútur.

Fylling

 • 460 g rjómi
 • 110 g Baileys
 • 120 g flórsykur
 • 250 g Nutella

Aðferð:

 1. Þeytið saman rjóma, Baileys og flórsykur þar til blandan er orðin aðeins stíf eða eins og léttþeyttur rjómi.
 2. Skerið vatnsdeigsbollurnar í tvennt og fyllið botninn með Nutella.
 3. Sprautið svo rjómablöndunni á nutella-botninn og lokið vatnsdeigsbollunni.
 4. Sigtið smá flórsykur yfir til skreytingar.

Elenora Rós Georgesdóttir

Uppskriftin kemur úr Hátíðarmatarblaðinu okkar sem unnið var í samstarfi við Hagkaup og hægt er að nálgast HÉR.

Bakstursbók ársins – Bakað með Elenoru Rós er ómissandi í …
Bakstursbók ársins – Bakað með Elenoru Rós er ómissandi í jólapakkann. Fæst í helstu verslunum um land allt. mbl.is/
mbl.is