Mest skoðuðu uppskriftir ársins 2020 – á heimsvísu

Mest skoðaða uppskrift ársins á netinu er dalgona kaffi.
Mest skoðaða uppskrift ársins á netinu er dalgona kaffi. mbl.is/express.co.uk

Við duttum niður á stórskemmtilega síðu þar sem hægt er að sjá hvað fólk víðsvegar um heiminn, hefur gúglað mest á árinu 2020. Og hér eru niðurstöðurnar!

Einhverra hluta vegna er Ísland ekki á lista, en hægt er að fletta upp eftir löndum. Við tókum þó stikkprufu á hvernig uppskriftir voru slegnar oftast inn í Google á þessu ári út um allan heim, en þarna má einnig sjá vinsælustu bíómyndir, söngvara, íþróttafólk og almennar fréttir. Hægt er að sjá línurit og nánari útreikninga ef ýtt er á sjálf uppflettiorðin. Þeir sem vilja skoða nánar geta ýtt á hlekkinn HÉR.

Vinsælustu uppflettingar á matvörum árið 2020, samkvæmt Google:

  1. Dalgona-kaffi
  2. Ekmek
  3. Súrdeigsbrauð
  4. Pítsa
  5. Lahmacun
  6. Bjórbrauð
  7. Bananabrauð
  8. Pítubrauð
  9. Brioche
  10. Naan
Kristinn Magnússon
mbl.is