Aldrei meira úrval af vegan jólamat

Sífellt fleiri taka þá ákvörðun að snúa baki við neyslu á hvers kyns dýraafurðum og gerast vegan. Hagkaup hefur fylgst vel með þessari þróun hér á landi og ætlar sér að auðvelda grænkerum, og án efa vinum og ættingjum þeirra, lífið nú fyrir jólin. Úrvalið hefur sjaldan verið betra og sjást margar spennandi nýjungar í hillum og kælum verslunarinnar þessa dagana.

Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups segist afar spenntur yfir auknu úrvali og er sérstaklega stoltur af nýrri hnetusteik Hagkaups sem var frumsýnd nú á dögunum. Einnig geta þeir sem elska Oumph heldur betur glaðst þar sem hægt verður að næla sér í innbakaða Oumph vegan steik frá Hagkaup sem mun eflaust slá í gegn.

„Eins og alltaf höfum við hlustað á okkar viðskiptavini hvað varðar úrval af vegan valkostum í okkar verslunum og úr varð að við hófum framleiðslu á umræddum vegan steikum og tilbúnu meðlæti sem passar einstaklega vel með, bæði vegan Waldorf salat og villisveppasósu sem grænkerar og aðrir verða ekki sviknir af,“ segir Sigurður.

Hann hrósar sérstaklega íslenskum matvælaframleiðendum sem eru heldur betur að standa sig í stykkinu fyrir þessi jól með spennandi vegan nýjungum. „Af nægu er að taka þegar kemur að íslenskri framleiðslu og munum við til að mynda bjóða upp á nýja lífræna hátíðarhnetusteik frá Kaja organic á Akranesi, ásamt vegan hangirúllu og hangi Oumph frá Jömm. Svo vorum við að taka inn spennandi íslenska nýjung frá Junkyard, svokallað „neat loaf“ með púðursykursgljáa og afar ljúffengri hátíðarsósu sem mun engan svíkja. Þetta er aðeins brot af vegan úrvalinu okkar fyrir hátíðirnar og vonum við að grænkerar og forvitnir taki auknu úrvali fagnandi,“ bætir Sigurður við í lokinn.

Sigurður hrósar sérstaklega íslenskum matvælaframleiðendum sem eru heldur betur að …
Sigurður hrósar sérstaklega íslenskum matvælaframleiðendum sem eru heldur betur að standa sig í stykkinu fyrir þessi jól með spennandi vegan nýjungum.
mbl.is