Gandhi fær stórkostlega yfirhalningu

Indversk matargerð af bestu gerð á veitingastaðnum Gandhi.
Indversk matargerð af bestu gerð á veitingastaðnum Gandhi. mbl.is/Gandhi

Það er óhætt að segja að indverski veitingastaðurinn Gandhi sé kominn í betri fötin – því breytingar á staðnum hafa átt sér stað, og útkoman er stórkostleg.  

Gandhi er flutt með veitingarekstur sinn í nýtt húsnæði á Bergstaðastræti 13, þar sem Bernhöftsbakarí var áður til húsa – í hjarta borgarinnar. Hönnun staðarins þykir hafa tekist ákaflega vel, en húsnæðið var endurhannað frá grunni. Það var hönnunartvíeykið Karítas Sveinsdóttir og Hafsteinn Júlíusson, betur þekkt sem HAF Studio, sem hönnuðu staðinn eins og þeim einum er lagið. En þau tóku við hráu húsnæðinu eftir miklar endurbætur frá fyrri starfsemi hússins.

Fallegir jarðlitir og koparlitaðar innréttingar í bland við lítríka kokteila og sælkerarétti er stemningin sem við sjáum á nýuppgerðum staðnum. Meira að segja leirtauið er eftirtektarvert! Stórir gluggar hleypa síðan fallegri birtu inn á staðinn, sem stendur á jarðhæð hússins.

Yfirmatreiðslumenn staðarins, Rajesh, Pradeep og Anna Meria, fluttu upprunalega til Íslands frá Kerala, Vestur-Bengal og Góa til þess að kynna Íslendingum indverska matargerð. Viðtökurnar hafa verið vonum framar sem kemur alls ekki á óvart – því landinn er tilbúinn að prófa sig áfram í spennandi matargerð sem kitlar bragðlaukana.

Fallegir litatónar einkenna nú nýuppgerðan staðinn.
Fallegir litatónar einkenna nú nýuppgerðan staðinn. mbl.is/Gandhi
mbl.is/Gandhi
Barinn á staðnum er ákveðið listaverk út af fyrir sig …
Barinn á staðnum er ákveðið listaverk út af fyrir sig með bogadregnar línur. mbl.is/Gandhi
Það ætti enginn að fara þyrstur út frá staðnum, þar …
Það ætti enginn að fara þyrstur út frá staðnum, þar sem barþjónar hrissta fram litríka kokteila fyrir gesti. mbl.is/Gandhi
mbl.is/Gandhi
Maturinn er ólýsanlega girnilegur og smakkast jafn vel og hann …
Maturinn er ólýsanlega girnilegur og smakkast jafn vel og hann lítur út fyrir að vera. mbl.is/Gandhi
Stórir horngluggar einkenna staðinn og hleypa birtunni inn.
Stórir horngluggar einkenna staðinn og hleypa birtunni inn. mbl.is/Gandhi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert