Heimsins bestu vanillukransar

Vanillukransarnir sem þykja þeir bestu!
Vanillukransarnir sem þykja þeir bestu! Mbl.is/Lifeonaplate.co.uk

Vanillukransar eru ómissandi á aðventunni og renna fljótt niður hjá flestum í fjölskyldunni. Hér er gömul og góð uppskrift að vanillukrönsum sem þykja þeir allra bestu.

Heimsins bestu vanillukransar (40 stk)

  • 175 g sykur
  • 200 g mjúkt smjör
  • 1 egg
  • 250 g hveiti
  • 75 g möndlur
  • 1 vanillustöng

Aðferð:

  1. Hakkið möndlurnar í matvinnsluvél þar til þær verða að mjöli.
  2. Skrapið kornin úr vanillustönginni og blandið saman við sykur, hveiti, möndlumjöl og egg.
  3. Setjið deigið í sprautupoka með stjörnustút og mótið litla hringi á bökunarpappír – sirka 4-5 cm. Passið að hafa gott bil á milli svo þeir festist ekki saman er þeir bakast.
  4. Bakið á 200°C í 6 mínútur eða þar til gylltir á lit.
  5. Látið kólna á rist.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert