Jólasmákökur með óborganlegum marengstoppi

Ljósmynd/Berglind Hreiðars

Þetta er nú eitthvað sem allir verða prófa enda hvað er betra en smákökur og marengs ...

Þessi meistrasnilld kemur úr smiðju Berglindar Heiðars á Gotteri.is og er algjörlega geggjuð.

Smákökur með marengstoppi

Um 40-45 kökur

Kökudeig

  • 250 g hveiti
  • 100 g sykur
  • 200 g smjör við stofuhita
  • ½ tsk. hjartarsalt
  • 2 x eggjarauða

Hitið ofninn í 170°C.

Hnoðið allt saman í hrærivélarskálinni með K-inu þar til vel blandað.

Takið þá úr vélinni og hnoðið aðeins í höndunum.

Fletjið út á hveitistráðum fleti og skerið út litla hringi og raðið á bökunarplötu.

Geymið plötuna á köldum stað á meðan þið útbúið marengsinn.

Marengs og möndlur

  • 2 eggjahvítur
  • 200 g flórsykur
  • 100 g Til hamingju afhýddar möndlur (saxaðar)

Þeytið eggjahvíturnar þar til þær fara aðeins að freyða.

Bætið þá flórsykrinum saman við í skömmtum og þeytið þar til topparnir halda sér.

Sprautið þá marengstoppi ofan á hverja köku, stráið möndlum yfir og bakið í 12-14 mínútur eða þar til kakan fer aðeins að gyllast á hliðunum og marengsinn að dökkna.

Ljósmynd/Berglind Hreiðars
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert