Nýir óáfengir drykkir komnir á markað hérlendis

Fullkomið að fá sér áfengislaust freyðivín og geta keyrt bílinn …
Fullkomið að fá sér áfengislaust freyðivín og geta keyrt bílinn á eftir. Mbl.is/Cin Cin

Æ fleiri aðhyllast áfengislausan lífsstíl en vilja samt drekka ljúffengan kokteil eða skála í freyðivíni á jólunum. Nú fást óáfengir premium-drykkir hér á landi hjá heildsalanum Cin Cin. Drykkir eins og spritz, gin & tónik, freyðivín og romm.

Cin Cin var stofnað 2020 í þeim tilgangi að gera Íslendingum kleift að njóta lífsins án samviskubits. Cin Cin flytur inn óáfenga og lítið áfenga (no alc og lo alc sem saman er kallað NOLO) gæðadrykki fyrir fólk sem aðhyllist heilbrigðan lífsstíl og vill draga úr áfengisneyslu eða einfaldlega neyta óáfengra drykkja. Mikil áhersla er lögð á náttúrulegar, lífrænar og sykurlitlar gæðavörur.

Nú getur þú bragðað alvöru freyði- eða rósavín þar sem áfengið hefur verið fjarlægt. Eða tilbúna óáfenga kokteila með alvörubragði. Ekkert alkóhól, 100% bragð og engin þynnka – hversu fullkomið er það!

Heildsalan Cin Cin, er að flytja inn margar tegundir af …
Heildsalan Cin Cin, er að flytja inn margar tegundir af áfengislausum kokteilum og þess háttar drykkjum. Mbl.is/Cin Cin
Mbl.is/Cin Cin
Mbl.is/Cin Cin
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert