Langbesti og einfaldasti hamborgarhryggurinn

Appelsínu- og hunangsgljáður hamborgarhryggur með smjörsteiktum sveppum og rósakáli, kryddkartöflum og hátíðarsósu

 • Hamborgarhryggur frá Hagkaup
 • 1 rauðlaukur
 • 2 appelsínur
 • 6 stjörnuanís
 • 1 msk. negull
 • 1/2 msk. svartur pipar
 • 2 kanilstangir
 • Gljái fyrir hamborgarhrygg
 • rósakál 
 • sveppir
 • smjör
 • salt + pipar
 • ferskt timjan
 • forsoðnar kartöflur
 • Herbes de Provence-krydd frá Kryddhúsinu
 • Hátíðarsósa frá Hagkaup
 • Waldorf-salat frá Hagkaup

Skerið laukinn og aðra appelsínuna í báta. Setjið olíu í eldfast mót og laukinn og appelsínuna yfir. 

Setjið því næst kryddið í eldfasta mótið og síðan hamborgarhrygginn.

Hellið 5 dl af vatni í mótið.

Setjið í ofninn samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum. 

Afhýðið hina appelsínuna og skerið í sneiðar. 

Takið hamborgarhrygginn út úr ofninum og penslið vel af gljáanum á hann. 

Því næst er appelsínusneiðunum raðað á hann og loks er sett vel af hunangi. Gott er að festa appelsínusneiðarnar með tannstönglum. 

Setjið hamborgarhygginn aftur inn í ofn samkvæmt leiðbeiningum.

Hitið smjör á pönnu og setjið vel af Herbes de Provence-kryddinu og ferskar kryddjurtir.

Steikið kartöflurnar upp úr kryddinu þar til þær hafa brúnast ögn. 

Skerið rósakálið og sveppina í helminga og steikið upp úr smjöri. Saltið og kryddið eftir smekk.

Hitið hátíðarsósuna í potti. 

Takið hamborgarhrygginn úr ofninn og látið hann hvíla í 10 mínútur. 

Skerið hrygginn í sneiðar og berið fram með öllu meðlætinu.

Uppskriftin kemur úr Hátíðarmatarblaðinu okkar sem unnið var í samstarfi við Hagkaup og hægt er að nálgast HÉR.

mbl.is
Loka